Um Frisbígolfbúðina
Frisbígolfbúðin er fyrsta verslun sinnar tegundar á Íslandi, stofnuð árið 2004 og hefur starfað við góðan orðstýr allar götur síðan. Frisbígolfbúðin býður upp á allt sem frisbígolfarinn þarf á að halda til að stíga sín fyrstu skref og þá sem lengra eru komnir. Frisbígolfbúðin hefur komið að hönnun, smíði, vallaruppsetningu og viðhaldi flesta frisbígolfvalla á Íslandi ásamt því að útvega allt sem þarf til að smíða góða frisbígolfvelli í hæsta gæðaflokki.
Viðskiptavinir eru almenningur á öllum aldri, fyrirtæki og sveitarfélög. Starfsmenn Frisbígolfbúðarinnar eru hoknir af reynslu með mikla þekkingu, veita góð ráð og persónulega þjónustu. Frisbígolfbúðin er opin alla virka daga frá klukkan 10.00 – 18.00 og á laugardögum frá 11.00 – 16.00. Frisbígolfbúðin er með verslun í Glæsibæ við Álfheima 74 í Reykjavík (verslunarmiðstöð) við hliðina á Bakarameistaranum á jarðhæð við aðalinngang.
Það eru næg bílastæði við aðalinngang og í bílastæðahúsi hægra megin við Glæsibæ. Öll bílastæði við Glæsibæ eru gjaldfrjáls og gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða.