Hönnun, uppsetning og viðhald frisbígolfvalla
Frisbígolfbúðin hefur séð um vallauppsetningu og hönnun frisbígolfvalla á Íslandi í meira en 15 ár. Körfurnar sem við notum eru frá Disc Golf Park í Finnlandi og hafa þær sýnt fram á góða endingu. Körfurnar eru galvaniseraðar og smíðaðar til þess að standast mismunandi veðurbreytingar, rigningu, frost, snjór og kulda.
Hönnun valla er mikilvægt atriði í ferlinu. Að huga að öryggi spilara, umferðar, nærliggjandi húsa og gangandi umferðar er grunnatriði í hönnun vallarins. Hámarka skal nýtingu á svæðinu og búa til mikið skemmtanagildi. Reynsla okkar í hönnun frisbígolfvalla og teiga er til yfir 15 ára bæði á íslandi og erlendis. Vallahönnuðir okkar hafa ferðast á marga velli erlendis sem gefur innsýn í þróun valla í ört stækkandi sportinu.
Teigarnir eru hannaðir og smíðar af okkur. Teigarnir hafa í dag margra ára reynslu af íslensku veðurfari og hafa þeir haldist mjög sterkir og slitþol gott. Teigarnir eru handsmíðaðir með gervigrasi sem tryggir fótfestu spilara við upphafskast og fyrirbyggir slys með betri fótfestu.
Vallarskilti hvers vallar er hannað af grafískum hönnuði og smíðað af okkur. Skiltið er prentað á álplötu 100×120 sem er sett almennt nálægt fyrsta teig frisbígolfvallarins.
Við erum farnir að skipuleggja sumarið 2025 þannig að endilega heyrðu í okkur og við komum þér eða þínu bæjarfélagi á listann.