Týndir diskar / Fundnir diskar
Frisbígolfbúðin tekur á móti týndum diskum í verslun sinni í Glæsibæ. Ef diskar eru merktir eiganda sínum höfum við samband og látum viðkomandi vita að diskurinn sé fundinn. Eigandi disksins getur annað hvort sótt hann í verslun okkar í Glæsibæ eða fengið sent með Dropp.
Frisbígolfbúðin er opin alla virka daga frá klukkan 11.00 – 18.00 og á laugardögum frá 11.00 – 16.00. Frisbígolfbúðin er með verslun í verslunarmiðstöðinni í Glæsibæ við Álfheima 74 í Reykjavík á jarðhæð við aðalinngang.
Það eru næg bílastæði við aðalinngang og í bílastæðahúsi hægra megin við Glæsibæ. Öll bílastæði við Glæsibæ eru gjaldfrjáls og gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða.