Frisbígolfkennsla

Frisbígolfbúðin býður upp á kennslu fyrir einstaklinga, vinahópa og vinnustaði.

Í einkakennslu er farið ýtarlega í form spilarans og rýnt í þær breytingar sem spilarinn þarf að tileinka sér til þess að ná tilætluðum árangri. Það hefur sýnt sig að einkakennsla bætir form spilara og öryggi á vellinum. Hámarksfjöldi í einkakennslu er 1-4 manns.

Við mælum eindregið með því að byrjendur fái einkakennslu til að læra réttu handbrögðin. Dæmin sína að það er mjög erfitt að tileinka sér rétta kasttækni eftir að hafa vanið sig á annað.

Yfirumsjón með frisbígolfkennslu hefur Árni Sigurjónsson, þrefaldur Íslandsmeistari karla í fullorðinsflokki og þriðja sæti í Eurotour árið 2019.

Nánari upplýsingar í síma 899 8899 eða í gegnum netfangið frisbigolfbudin [hjá] frisbigolfbudin.is